top of page

Mig leikur forvitni á að vita afstöðu frú forseta á hversu langt hún telji að tjáningarfrelsið eigi að ná? Telur hún að það sé t.d. í lagi að níða og niðurlægja trans fólk, sérstaklega þá trans konur, í skjóli þess að hér sé bara um "skoðun" að ræða og fólk að nýta sér tjáningarfrelsið? Eða trúir hún, eins og ég, að frelsi eins geti aldrei náð lengra en svo að það skerði ekki frelsi annars. Því ef svo er ekki, þá spyr ég er frelsi sumra meira virði en annarra og er frelsi trans fólks til að lifa sínu lífi án ofsókna, hótana og andlegs ofbeldis ílla dúlbúnu sem "fyndni" fórnað til þess að vernda tjáningarfrelsi sískynja, hvítra gagnkynhneigðra, ófatlaðra einstaklinga? Ætlar frú forseti að vera forseti sem stendur vörð um mannréttindi allra, jafnvel þó svo að þau sem búa við forréttindi feðraveldisins yrðu ósátt?

Heil og sæl 

Ég sendi þér djúpt þakklæti fyrir að koma með góða krefjandi spurningu um málefni sem talar beint inn í samfélag samtímans. Ég stend ófrávíkjanlega fyrir lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Öll mín störf munu taka mið af þessum grunngildum í hugsun, tali og hegðun. Ég trúi ekki á rof eða klofning í samfélagi. Ég trúi á einingu, samstöðu, samvinnu. Lýðbreytur búa til rof í eðli sínu; aldursbil, kynjabil, ólíkur uppruni o.s.frv. Það er samfélaginu til heilla að við lærum saman að rísa yfir og finna samstöðuna. Að heiðra upprunann er að standa vörð um dýrmæt mannréttindi en einnig að létta á bakpokanum og ferðast ekki áfram með atlæti sem er heftandi og/eða meiðandi. Hér berum við öll ábyrgð og mitt hlutverk sem frú forseti er að minna á þá sameiginlegu ábyrgð – skjaldborgina um réttindi okkar. Hún, bæði skjaldborgin og frú forseti, stendur föstum rótum með sífelldu samtali og iðkun með opin hjörtu og kærleikann í forsvari.

Ég mun birta þessa spurningu ásamt svari, nafnlaust að sjálfsögðu (nema þú óskir annars), á heimasíðu minni.

Kærleikskveðjur, Sigríður Hrund

Heill og sæll,
Ég þakka afar áhugaverða spurningu. Aðskilnaður ríkis og kirkju tel ég vera málefni sem þjóðin ætti að mynda sér sameiginlega skoðun um enda um stórt málefni að ræða sem varðar menningu þjóðarinnar í 1025 ár. Að forseti sé að hrófla við fjárveitingum til einstakra ríkisstofnana er ekki affarasælt.
Ísland á styrka stoð; hér ríkja ein lög og margir siðir. Frelsið er í mörgu fólgið og hefur tilheyrandi ábyrgð. Sjálfstæði í trúarskoðunum og frelsi til að iðka þær skoðanir innan lagarammans eru mikilvæg mannréttindi.


Það er vel þekkt að ég boða geðvernd í hvívetna. Hvernig við veljum að hlú að hinni ósýnilegu en mikilvægu geðheilsu er lýðheilsutengt. Þar langar mig að benda á styrk samfélagsins, afl samstöðunnar og kraft Kærleikans. Það þarf Þorp til að ala upp barn og við erum öll börn – á mismunandi aldri.
Sálgæslu tel ég þörf víðar en í skólum, við eigum að vera meðvituð í samskiptum og iðka Kærleikann í hugsunum, orði og gjörðum. Sú skoðun mín tengist ekki síst þeim miklu samfélagslegu og umhverfisbreytingum sem við erum að ganga í gegnum og þolgæði okkar fyrir þeim breytingum. Allar áskoranir minnka og eru auðleystari með opið hjarta, umburðarlyndi, samkennd og í samstöðu. Þetta þurfum við þó öll að þrá, vilja og velja – og æfa okkur í sífellu.
Kirkjusókn mín tengist lífsviðhorfi mínu, en ég iðka mig á líkama, anda og sál, með reglubundinni hreyfingu, næringu og hvíld og styrk, visku og fegurð að leiðarljósi. Ég nota afar fjölbreyttar leiðir til sjálfsiðkunar hverju sinni og er kirkjan þar meðtalin. Kirkjan er samfélag og fyrir nokkrum árum ákvað ég meðvitað að stunda messuflakk. Ég fer í messur allan ársins hring víðs vegar um landið og helst sem fjölbreyttastar. Fyrir mig sameinaði messuflakkið stað fyrir trúnna, góð orð til að íhuga, ljúfa tónlist og kærleiksríkt fólk. Fastir liðir hafa meðal annars verið prjónakvöld, jógakvöld, samverur ólíkra aldurshópa, finna bestu tónlistina hverju sinni, fylgjast með kirkjuárinu og skilja betur hvað fer fram innan helgihalds svo dæmi séu nefnd. Þess ber að geta að það stunda ekki allir fjölskyldumeðlimir mínir kirkjuna og er það hollt og gott. Virðing fyrir ólíkri vegferð einstaklinga.


Þér til fróðleiks langar mig að benda á að ég hef fengið laumað að mér að ég ætti að tala minna um trúariðkun mína, eða sýna minna af henni. Þetta finnst mér klárt mannréttindabrot og skerðing á því hver ég er sem manneskja. Ég er svo einstaklega heppin og þakklát fyrir að fæðast og búa á Íslandi, þar sem eitt mesta manfrelsi er að finna í heiminum. Það eru mín sjálfsögðu réttindi að vera sem hreinasta útgáfa af mér og láta Ljós mitt skína. Það er einmitt þannig sem við verndum okkar áunnu réttindi – með því að iðka þau, átakalaust. Friður í hjörtum, friður í heimi.
Lifum heil og sæl saman.


Kærleikskveðjur,
Sigríður Hrund

 

 

 

 

Sæl, ég ákvað fylgja þér til að kynnast þér nánar sem frambjóðanda. Ég er með eina spurningu sem ég er forvitinn um. Hefur þú skoðun á frekari og meiri aðskilnaði ríkis og kirkju. T.d. með því að draga úr fjárlögum til kirkjunnar og t.d. í sálgæslu í grunnskólum?

Þessi spurning vaknar því mér virðist þú sækja viðburði í kirkjum. (Lindarkirkja og Vídalínkirkja). Því er ég forvitinn.

bottom of page