Blessunarkort
Listrænt eðli brýst út á mismunandi vegu. „Sumt fólk skrifar bækur, annað fólk málar myndir, semur tónlist, en ég tákna og túlka með listrænum danshreyfingum. Síðastliðið sumar & haust myndfestum við hjónin Hyllingar & Lotningar sem ég framkvæmdi við hina ýmsu staði á landinu og í brúðkaupsferðinni okkar til Jerúsalem & Jórdaníu,“ segir Sigríður.
Tilgangurinn var að safna táknrænum myndum og framleiða blessunarkort til styrktar góðgerðamálefnum. Sigríður valdi að styrkja Píeta samtökin sem eru forvarnarsamtök gegn sjálfsvígum, en svo gæti einnig farið að önnur góðgerðarfélög njóti ágóða. Kortin voru seld fimm saman í pakka og rann allur ágóði óskertur til góðgerðarmála.
Fyrir frjáls framlög bendum við á reikningsnúmer samtakanna:
Kt. 410416-0690 / 0301-26-041041